skip to Main Content
BÓKHALD OG REIKNINGSSKIL

Upptalning á þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á fyrir neðan, sýna líka þá verkferla sem við förum eftir og framkvæmum. Þessir verkferlar eru viðmið sem við sníðum að þörfum hvers og eins. Við leggjum áherslu á skilvirkni án þess að slá af kröfum um gæði. Við viljum líka spara tíma og sporin hjá okkar viðskiptavinum. Til þess hagnýtum við okkur tækninýjungar sem fram koma á hverjum tíma. Við veitum heildarþjónustu á allan pakkann, en líka er hægt að velja úr þjónustu af upptalningunni fyrir neðan, sem hentar þér.

BÓKFÆRSLA

Tökum á móti fylgiskjölum* frá okkar viðskiptavinum á skrifstofunni hjá okkur. Líka hægt að senda fylgiskjölin til okkar rafrænt í tölvuský, (t.d. wetransfer, iCloud, dropbox, google drive), í tölvupósti, (t.d. zip) eða áþreifanlegum pósti.
Færum tvíhliða bókhald, debet og kredit í bókhaldskerfi. Bókfærum fylgiskjöl með innslætti, en nýtum okkur tæknina líka og lesum inn færslur alls staðar sem við komum því að, t.a.m. bankahreyfingar, rafræna [XLM] reikninga o.fl.
Erum dugleg að minna á að fá fylgiskjöl til okkar, til að mæta skilafrestum. Bókfærslan er grunnur fyrir virðisaukaskattsuppgjör, ársreikninga- og framtalsgerð.
  *Með fylgiskjölum er átt við reikninga sem eru afhendir þegar viðskipti fara fram. Afrit af sölureikningum og frumrit kostnaðarreikninga.

SÖLUREIKNINGAR, KRÖFUGERÐ

Gefum út sölureikninga og sendum þá í tölvupósti.
Gefum líka út rafræna [XLM] reikninga og sendum. T.a.m. ríkisstofnanir taka einungis á móti svoleiðis reikningum.
Stofnum kröfur í [heima]banka fyrir okkar viðskiptavini.

LAUNAVINNSLA, REIKNAÐ ENDURGJALD

Reiknum út laun, gerum launaseðla og þeir sendir í tölvupósti.
Sjáum um rafræn skil á staðgreiðslu á tekjuskatti og tryggingagjaldi til Skattsins, iðgjöldum til lífeyrissjóða og sjóði stéttarfélaga.
Kröfur frá þessum aðilum stofnast í [heima]banka.

VIRÐISAUKASKATTUR

Látum okkar viðskiptavini vita tímanlega þegar komið er að virðisaukaskattsuppgjöri og skil á skýrslu. Minnum á að fá fylgiskjöl til bókunar fyrir virðisaukaskattsuppgjör.
Gerum upp virðisaukaskattstímabilið og sendum virðisaukaskattsskýrslu í tölvupósti.
Sjáum um rafræn skil á virðisaukaskattskýrslum til Skattsins.
Látum viðskiptavini okkar vita að skilin hafi farið fram.
Krafa frá Skattinum stofnast í [heima]banka hjá okkar viðskiptavinum.

AFSTEMMINGAR

Stemmum af færslur í bókhaldi við bankareikninga og kreditkortayfirlit frá viðskiptabanka. (Mælum með að fá skoðunaraðgang að heimabanka, þá getum við sótt hreyfingarlista hvenær sem er, til afstemmingar).
Stemmum af færslur í bókhaldi við hreyfingarlista frá bankanum, skuldunautum, lánadrottnum og Skattinum.

GAGNASKIL TIL RSK

Vinnum miða, launamiða, verktakamiða, hlutafjármiða og fleiri miða.
Sjáum um rafræn skil á miðum, launamiðum, verktakamiðum, hlutafjármiðum og fleiri miðum.
Sendum miðanna til okkar viðskiptavini og látum vita að skilin hafi farið fram.

REIKNINGSSKIL, UPPGJÖR

Bókfærum færslur sem tengjast reikningsskilum, til að fylgja forsendunni um afmarkað tímabil.
Förum yfir og stemmum af samtölur í aðalbók, til að sannreyna að stöður séu réttar.

ÁRSREIKNINGUR

Gerum og útbúum ársreikninga og/eða árshlutareikninga.
Minnum okkar viðskiptavini á (ef þörf er á) að huga þarf að ársreikningargerð.
Sendum ársreikning í pdf formi og segjum frá helstu lykilatriðum sem snerta ársreikninginn, í tölvupósti til okkar viðskiptavina.
Stjórn og framkvæmdarstjóri samþykkir ársreikninginn, með tölvupósti til okkar.
Sjáum um rafræn skil á ársreikningum til ársreikningarskrá og skattadeildar hjá RSK.
Áframsendum staðfestingum á skilum á ársreikningi frá ársreikningarskrá hjá Skattinum til okkar viðskiptavina, (sem er mikilvæg vitneskja vegna hættu á sekt vegna vanskila).

FRAMTAL

Sjáum um framtalsgerð.
Minnum okkar viðskiptavini á að huga þarf að framtalsgerð.
Sjáum um rafræn framtalsskil til skattadeildar hjá Skattinum.
Áframsendum staðfestingum á skilum á framtali frá Skattinum til okkar viðskiptavina.
Skatturinn birtir álagningarseðil. Kröfur frá Skattinum [eða inneign greidd út] stofnast í [heima]banka hjá okkar viðskiptavinum.

ARÐUR

Við skoðum stöðu á óráðstöfuðu eigið fé og komum með tillögu um arðsúthlutun fyrir okkar viðskiptavini.
Sjáum um rafræn skil á staðgreiðslu á fjármagnstekjuskatti af arði.
Sendum skilagreinar til okkar viðskiptavini og látum vita að skilin hafa farið fram.
Krafa vegna fjármagnstekjuskatts af arði frá Skattinum stofnast í [heima]banka hjá okkar viðskiptavinum.

STOFNUN, SLIT FÉLAGS

Stofnum einkahluta-, sameignar- og samlagsfélög.
Bjóðumst til að slíta félög.

SAMSKIPTI VIÐ SKATTAYFIRVÖLD

Sendum inn umsóknir til launagreiðenda- og virðisaukaskattskrá hjá Skattinum.
Svörum fyrirspurnum frá Skattinum.
Semjum og sendum kærur til skattstjóra og yfirskattanefndar.
Ýmis önnur samskipti við Skattinn.

ÝMIS RÁÐGJÖF

Við veitum ráðgjöf um bókhald, skatta og reikningsskil.

Back To Top